Milli fjalla
Jón Hjörleifur er guðfræðingur og hefur löngum verið búsettur erlendis. Milli fjalla er fyrsta ljóðabók hans og inniheldur trúarlegan kveðskap sem fjallar um víddir trúarlífsins – myrkar og bjartar.
Jón Hjörleifur er guðfræðingur og hefur löngum verið búsettur erlendis. Milli fjalla er fyrsta ljóðabók hans og inniheldur trúarlegan kveðskap sem fjallar um víddir trúarlífsins – myrkar og bjartar.
Þetta er saga sem var skrifuð til þess að hún yrði ekki birt og myndi gleymast.
Hersetin Reykjavík árið 1942. Þrettán ára stúlka er handtekin og handjárnuð úti á götu. Færð með lögreglubifreið í varðhald. Næst var stúlkan dæmd til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði.
Jörðin Gunnarsholt á sér mikla sögu og þar hefur á 20. öld verið forysta í landgræðslu og landbótum. Sandstormar á Rangárvöllum heyra nú sögunni til. Engir þekkir þá sögu betur en höfundurinn, Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, sem átti heimili í Gunnarsholti í nær sjö áratugi.
Sjávarföll er fjölskyldusaga fimm ættliða. Þar kemur við sögu arfgeng heilablæðing sem felldi marga einstaklinga – allt fólk í blóma lífsins. Sögusviðið er meðal annars Vestfirðir og Breiðarfjarðaeyjar. Mikill fjöldi ljósmynda og skýringarmynda lífgar frásögnina.
Fræðileg úttekt Þórunnar á ritinu Íslensk fyndni er heilt yfir drepfyndin greining á meintum gamanmálum og stórmerkileg rannsókn á íslenskri menningu. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur er margverðlaunaður rithöfundur og fer hér á kostum í stílfimi eins og henni er einni lagið.
Hér segir frá manni sem kerfið hefur hafnað, tekið í fóstur eða jafnvel í gíslingu, allt eftir því hvernig á það er litið. Hann segir sögu sína, hún er ófögur. Flugbeitt og bráðfyndin ádeila sem á erindi við okkur öll. Höfundur leggur fyrir lesandann grimma skáldsögu þar sem gleði og sorgir vegast á.
Hér segir frá Lóu sem fóstruð er upp í hrakningi á 19. öld og berst fyrir veðri og vindum vestur á sléttur Kanada. Sagan er full af ævintýrum og raunum, sigrum og ósigrum. Haldreipi Lóu er minningin um óskylda langömmu, nöfn sem eiga sér engin andlit lengur og þráin eftir samastað og rótfestu í tilveru sem er ekki nema í meðallagi velviljuð.