100 kvæði
100 kvæða úrval eftir Þórarin Eldjárn, gefin út til að fagna því að hálf öld er liðin frá því Kvæði, fyrsta bók hans kom út 1974. Kristján Þórður Hrafnsson, skáld og þýðandi, valdi kvæðin.
Á bókarkápu segir Sjón: „Kímnin og íhyglin, hið smágerða og hið háleita, ankannaleikinn og hversdagurinn, hið sára og það sem glaðst er yfir, nýsmíðuðu orðin og þau sem grafin eru úr gleymsku, hið vandræðalega og hið léttleikandi, óbundnu línurnar og hinar háttbundnu, fiskiflugan og algeimurinn, þáliðin tíð og tímaslag augnabliksins; öllu þessu og fleiru til hefur Þórarinn Eldjárn fundið samastað í ljóðum sínum.“