100 kvæði
100 kvæða úrval eftir Þórarin Eldjárn, gefin út til að fagna því að hálf öld er liðin frá því Kvæði, fyrsta bók hans kom út 1974. Kristján Þórður Hrafnsson, skáld og þýðandi, valdi kvæðin.
100 kvæða úrval eftir Þórarin Eldjárn, gefin út til að fagna því að hálf öld er liðin frá því Kvæði, fyrsta bók hans kom út 1974. Kristján Þórður Hrafnsson, skáld og þýðandi, valdi kvæðin.
Nýr rímnaflokkur handa börnum á öllum aldri. Rímurnar eru tíu talsins, hver og ein snýst um tiltekið dót eða leikföng. Þar gengur á ýmsu og flest reynist dótið frekar misheppnað. Allt þar til kemur að níundu rímu sem fjallar um bækur. Í beinu framhaldi kemur tíunda og síðasta ríman en þar birtist loks besta dót sem við eigum.
Jólin nálgast. Freysteinn Guðgeirsson er ungur drengur sem verður æ spenntari með hverjum degi sem líður. Biðin er við það að verða óbærileg. Á endanum koma þau samt og Freysteinn getur loksins, loksins farið að opna alla jólapakkana. En þá kemur dálítið í ljós sem reynist erfitt viðureignar þó allt fari vel að lokum. Myndir gerði Sigrún Eldjárn.