Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Böðulskossinn

Forsíða bókarinnar

Malin Fors er komin aftur til Linköping eftir viðburðaríkan tíma í Bangkok. Hún er varla búin að koma sér fyrir þegar flugvöllurinn í Linköping verður vettvangur stærstu gíslatöku í sögu Svíþjóðar. Um sumarið skellur á grimmileg ofbeldisalda í Linköping. Malin og félagar eltast við morðingja sem virðist alltaf vera skrefi á undan ...

........

Malin Fors er komin aftur til Linköping eftir viðburðaríkan tíma í Bangkok. Hún er varla búin að koma sér fyrir þegar flugvöllurinn í Linköping verður vettvangur stærstu gíslatöku í sögu Svíþjóðar. Malin og samstarfsmenn hennar standa frammi fyrir þeirri siðferðilegu spurningu hvort réttlætanlegt sé að fórna fáum mannslífum í von um að bjarga mörgum. Um sumarið skellur á grimmileg ofbeldisalda í Linköping. Malin og félagar eltast við morðingja sem virðist alltaf vera skrefi á undan ...

Mons Kallentoft er einn af þekktustu rithöfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors, lögregluforingja í Linköping, hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd. Böðulskossinn er ellefta bókin um Malin Fors en hinar tíu — Sumardauðinn, Haustfórn, Vetrarblóð, Vorlík, Fimmta árstíðin, Englar vatnsins, Sálir vindsins, Moldrok, Brennuvargar og Vítisfnykur — hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á hátt í 30 tungumál.

„Kallentoft kann þá list að búa til spennandi söguþráð og hér bregst honum ekki bogalistinn.“ – Ölandsbladet

„Kallentoft er einn allra besti glæpahöfundur samtímans. Kannski hefur hann aldrei verið betri en í þessari bók?“ – DAST Magazine

„... spennandi, hröð og áhrifamikil ...“ – Johannas deckarhörna

„Þétt og æsispennandi glæpasaga ... Þetta er ellefta bókin í Malin Fors-seríunni og enn sömu gæði og í þeim fyrstu. Ég bíð óþreyjufull eftir bók númer tólf.“ – Ljudboksbloggen

„Ein allra besta bók Kallentofts.“ – Crimegarden