Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dáin heimsveldi

Forsíða bókarinnar

Steinar Bragi hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn frumlegasti höfundur landsins. Hér fer hann með lesendur til upphafs 22. aldar þegar ríkasti hluti mannkyns hefur flúið óbyggilega Jörð og torkennilegur hlutur birtist á himni. Síðasta skáldsaga Steinars, Truflunin, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.