Dimma Drungi Mistur

Forsíða bókarinnar

Bækurnar um lögreglukonuna Huldu hafa borið hróður Ragnars Jónassonar um allan heim. Dimma, Drungi og Mistur voru í einni og sömu vikunni á meðal tíu mest seldu bóka Þýskalands. Þær hlutu Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og Dimma var valin besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023.

Bækurnar um lögreglukonuna Huldu hafa borið hróður Ragnars Jónassonar um allan heim. Dimma, Drungi og Mistur voru í einni og sömu vikunni á meðal tíu mest seldu bóka Þýskalands. Þær hlutu Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og Dimma var valin besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023. Þá var Mistur valin glæpasaga ársins í Bretlandi.

The Times valdi Dimmu sem eina af hundrað bestu glæpasögum sem komið hafa út frá stríðslokum. Sunday Times valdi Drunga sem eina af bestu glæpasögum ársins. Nú hefur Lasse Hallström gert sjónvarpsseríu eftir Dimmu þar sem stórleikkonan Lena Olin fer með hlutverk Huldu. Bæði hafa þau verið tilnefnd til Óskarsins, Golden Globe og BAFTA-verðlaunanna.

Dimma, Drungi og Mistur komu upphaflega út á árunum 2015-2017 en eru nú endurútgefnar í einni bók í tilefni af gerð sjónvarpsþáttaraðarinnar.

„Heimsklassa glæpasagnahöfundur.“ THE SUNDAY TIMES

„Meistaralega fléttuð með endi sem kemur manni algjörlega í opna skjöldu.“ THE GUARDIAN UM DIMMU

„Stórmerkileg glæpasaga.“ JYLL ANDS-POSTEN UM DRUNGA

„Ragnar Jónasson er stórkostlegur sagnamaður … sagan er ógnvekjandi trúverðug og spennandi allt til enda.“ DAGENS NYHETER UM MISTUR DAGENS

„Snilldarlega áhrifarík.“ THE TIMES LITERARY SUPPLEMENT

„Framúrskarandi skáldsaga … Hulda er ein af hinum miklu harmsögulegu hetjum nútímaglæpasagna.“ THE SUNDAY TIMES