Höfundur: Ragnar Jónasson

Dimma Drungi Mistur

Bækurnar um lögreglukonuna Huldu hafa borið hróður Ragnars Jónassonar um allan heim. Dimma, Drungi og Mistur voru í einni og sömu vikunni á meðal tíu mest seldu bóka Þýskalands. Þær hlutu Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og Dimma var valin besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023.

Hulda

„Hulda er ein af hinum miklu harmsögulegu hetjum nútímaglæpasagna,“ segir Sunday Times. Hulda er ný bók, forleikur að bókunum um þessa stórkostlegu persónu Ragnars Jónassonar sem lesendur þekkja úr Dimmu, Drunga og Mistri. Bálkurinn um hana hefur farið sigurför um heiminn og nú hefur verið gerið sjónvarpsþáttaröð eftir Dimmu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hvítalogn Ragnar Jónasson Veröld Elín S. Jónsdóttir, frægasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar, er horfin, sjötug að aldri. Verk hennar hafa notið mikillar alþjóðlegrar hylli en undanfarin tíu ár hefur hún haft hægt um sig. Lét hún sig hverfa eins og hún gerði eitt sinn fyrir mörgum áratugum – eða hefur einhver gert henni mein?
Reykjavík Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir Veröld Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni og engin skýring kemur fram á hvarfi hennar. Í ágúst 1986 fer ungur blaðamaður að grafast fyrir um þetta dularfulla mannshvarf – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Reykjavík Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir Veröld Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni og engin skýring kemur fram á hvarfi hennar. Í ágúst 1986 fer ungur blaðamaður að grafast fyrir um þetta dularfulla mannshvarf – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Úti Ragnar Jónasson Veröld Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af. Hér sýnir Ragnar á sér nýja hlið í sannkölluðum sálfræðitrylli sem heldur lesandanum á tánum allt til enda.
Úti Ragnar Jónasson Veröld Kiljuútgáfa af þessari vinsælu bók. Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af.
Vetrarmein Ragnar Jónasson Veröld Aðfaranótt skírdags finnst lík af ungri konu á gangstétt fyrir framan þriggja hæða hús á Siglufirði. Skömmu síðar skrifar íbúi á hjúkrunarheimili í bænum með æpandi rauðum lit á vegginn í herberginu sínu: Hún var drepin. Ari Þór Arason þarf að glíma við undarlegt og óhugnanlegt mál.