Ljósaserían: Draugagangur og Derby
Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt; roller derby! En æfingarnar breytast í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst!
Dularfullir atburðir í hjólaskautahöllinni gera það að verkum að það verður að loka henni. Með hjálp nýrra vina taka Eyvör og Milena málin í sínar hendur og reyna að leysa ráðgátuna.
Í Ljósaseríunni eru myndskreyttar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndskreytum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.