Ferðabíó herra Saitos

Forsíða kápu bókarinnar

Heillandi og óvenjuleg saga sem segir frá Litu sem er barnung þegar móðir hennar flýr með hana frá Argentínu. Mæðgurnar enda á afskekktri kanadískri eyju en smám saman kynnast þær fámennu en litríku samfélagi eyjarinnar og Lita eignast vinkonu í fyrsta skipti. En þegar herra Saito mætir með ferðabíóið sitt opnast nýr ævintýraheimur fyrir Litu.