Augu Rigels |
Roy Jacobsen |
Forlagið - Mál og menning |
Áhrifamikil saga um sterka konu, framhald bókanna Hin ósýnilegu og Hvítt haf. Lífið er fallið í fastar skorður eftir stríðið en Ingrid á einhverju ólokið og hún leggur af stað í langferð með tíu mánaða dóttur í leit að ástmanni sínum. Hún rekur slóð hans en hefur stöðugt á tilfinningunni að hún fái ekki að heyra allan sannleikann. |
Bara móðir |
Roy Jacobsen |
Forlagið - Mál og menning |
Lífið á Barrey gengur sinn vanagang. Dag einn eignast Kaja dóttir Ingridar nýjan leikfélaga þegar Matthías litli kemur en stuttu síðar hverfur faðir hans. Bara móðir gerist á eftirstríðsárunum í Noregi þegar dimmur skuggi stríðsins er enn merkjanlegur. Þetta er fjórða bókin í þessum vinsæla sagnaflokki um Ingrid Barrey og fólkið hennar. |
Fulltrúi afbrýðinnar og fleiri sögur |
Jo Nesbø |
Forlagið - JPV útgáfa |
Sjö eitursnjallar glæpasmásögur eftir norska krimmakónginn Nesbø. Sterk persónusköpun, hugvitssamar sögufléttur og óvænt endalok einkenna þessar knöppu og vel byggðu frásagnir – sögumennirnir leyna á sér. Í brennidepli eru heitar tilfinningar og mannlegir brestir: afbrýðisemi, þrá, óþol og ótryggð. Grípandi sögur sem koma rækilega á óvart. |
Glæstar vonir |
Charles Dickens |
Forlagið - Mál og menning |
Glæstar vonir er tímalaust stórvirki, oft talin besta saga Dickens. Pipp langar að komast ofar í þjóðfélagsstigann – ekki síst eftir að hann kynnist hinni fögru en drambsömu Estellu. Einn daginn lítur út fyrir að vonir hans muni rætast – en ekki er allt sem sýnist. Dickens dregur hér upp litríkar og raunsannar persónur og glæðir þær lífi. |
Heaven |
Mieko Kawakami |
Angústúra |
Sögumaðurinn er fjórtán ára. Hann hefur lengi mátt þola einelti jafnaldra sinna. Dag einn berst honum óvænt bréf frá bekkjarsystur sinni. Það er upphafið að vináttu byggðri á sameiginlegri reynslu þeirra. En hvers virði er vinátta sem á sér rætur í ótta og sársauka? Og hefur þjáningin merkingu? Magnað verk frá einum áhugaverðasta höfundi Japan. |
Natríumklóríð |
Jussi Adler-Olsen |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Níunda bók Jussi Adler-Olsens um Deild Q í dönsku lögreglunni en bókaflokkurinn um hana hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim undanfarin ár. Hálfgerð tilviljun veldur því að gömul mál sem höfðu verið flokkuð sem sjálfsvíg eða óhöpp koma til rannsóknar að nýju og fyrr en varir byrjar óhuggulegt mynstur að taka á sig mynd. |
Seiðmenn 4 Að eilífu, aldrei |
Cressida Cowell |
Angústúra |
Ósk og Xar hafa fundið hráefnin fyrir nornaförgunargaldurinn og nú kallar nornakóngurinn þau til sín að Tjörn hinna týndu. En fyrst verða þau að blanda seyðið … |
Systraklukkurnar |
Lars Mytting |
Forlagið - Mál og menning |
Í fornri stafkirkju í norskum afdal hanga Systraklukkurnar sem eru sagðar hringja þegar hætta steðjar að. Þegar nýr prestur kemur í sóknina vaknar von í brjósti Astridar um betra líf. Hann reynir að koma á nýjum siðum en þegar ungur þýskur arkitekt birtist breytist líf Astridar og hún þarf að velja á milli prestsins og framtíðar í öðru landi. |
Uppskrift að klikkun Hjartasósa, hafgúuheilar og gvakamóri við leiðindum |
Dita Zipfel |
Angústúra |
Lúsí er 13 ára. Henni leiðist nýi kærasti mömmu sinnar og dreymir um að flytja til Berlínar. Lúsí finnst hún detta í lukkupottinn þegar hún sér auglýst eftir manneskju til að viðra hund hinum megin í bænum en kemst þó fljótt að því að það er enginn hundur heldur skrítinn gamall maður í leit að ritara fyrir dularfulla uppskriftabók. |
Villinorn 6 Afturkoman |
Lene Kaaberbøl |
Angústúra |
Bestla Blóðkind er snúin aftur til lífsins og ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að halda lífi, þótt hún þurfi að éta hverja einustu veru á jörðinni til þess. Klara og nornahringurinn hennar eru þau einu sem geta stoppað blóðkindina en það krefst fórnar. |