Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Himinópið

Forsíða bókarinnar

Á brennheitum ágústdegi finnst lítill drengur látinn í bíl. Þegar Malin Fors kemur á staðinn situr móðir hans í forsælu undir tré með son sinn í fanginu. Örvæntingarfull óp hennar hafa breyst í angurværan ekka.

Rannsókn lögreglu lýkur fljótt. Svo virðist sem móðirin hafi gleymt drengnum sofandi í bílnum. Þetta vekur skiljanlega hneykslun bæjarbúa sem margir vilja að móðirin sé látin svara til saka. Næstu vikur sætir hún hatri og hótunum á netinu.

Malin veltir fyrir sér hvernig beri að refsa þeim sem hefur þegar fengið verstu mögulegu refsingu. Mitt í þeim vangaveltum er framið morð sem beinir sjónum lögreglunnar aftur að máli litla drengsins.

Mons Kallentoft er einn af þekktustu rithöfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors, lögregluforingja í Linköping, hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd. Himinópið er tólfta bókin um Malin Fors en hinar ellefu — Sumardauðinn, Haustfórn, Vetrarblóð, Vorlík, Fimmta árstíðin, Englar vatnsins, Sálir vindsins, Moldrok, Brennuvargar, Vítisfnykur og Böðulskossinn — hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á fjölda tungumála.

„Kallentoft kann þá list að búa til spennandi söguþráð og hér bregst honum ekki bogalistinn.“

Ölandsbladet

„Kallentoft er einn allra besti glæpahöfundur samtímans. Kannski hefur hann aldrei verið betri en í þessari bók?“

DAST Magazine

„... spennandi, hröð og áhrifamikil ...“

Johannas deckarhörna

„Einn allra besti glæpasagnahöfundur samtímans.“

DAST