Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kalmann

Forsíða bókarinnar

Kalmann Óðinsson, sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauser-skammbyssu sem amerískur afi hans komst yfir í Kóreustríðinu. Kalmann er sérstæður, einfaldur og klókur í senn. En svo hverfur valdamesti maður þorpsins sem virðist flæktur í vafasamt athæfi og allt fyllist af lögreglu og fjölmiðlamönnum.