Kalmann
Kalmann Óðinsson, sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauser-skammbyssu sem amerískur afi hans komst yfir í Kóreustríðinu. Kalmann er sérstæður, einfaldur og klókur í senn. En svo hverfur valdamesti maður þorpsins sem virðist flæktur í vafasamt athæfi og allt fyllist af lögreglu og fjölmiðlamönnum.