Höfundur: Bjarni Jónsson

Millileikur

Tveir bræður, þrjár ástkonur, átök og uppgjör: Faðir Péturs og Ívans er nýdáinn og sorgin ristir inn í kviku; taugarnar eru þandar, samskiptin erfið og hvor um sig þarf að gera upp líf sitt og langanir. Einstaklega grípandi metsölubók um ást, missi og órjúfandi tilfinningabönd eftir hina írsku Sally Rooney ‒ var víða kjörin besta bók ársins 2024.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Kalmann Joachim B. Schmidt Forlagið - Mál og menning Kalmann Óðinsson, sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauser-skammbyssu sem amerískur afi hans komst yfir í Kóreustríðinu. Kalmann er sérstæður, einfaldur og klókur í senn. En svo hverfur valdamesti maður þorpsins sem virðist flæktur í vafasamt athæfi og allt fyllist af lögreglu og fjölmiðlamönnum.
Vanþakkláti flóttamaðurinn Dina Nayeri Angústúra Átta ára gömul flúði Dina Nayeri frá Íran ásamt kristinni móður sinni og bróður. Áratugum síðar skilgreinir hún sig enn út frá flóttanum. Í þessari bók fléttar hún saman sögur annarra flóttamanna og hælisleitenda á síðustu árum við sína eigin og varpar ljósi á ægivaldið sem felst í því að velja á hvern er hlustað.