Kul

Forsíða bókarinnar

Una rambar á barmi kulnunar og er send vestur á firði í glænýtt úrræði, Kul. Þar dvelur hópur fólks í svartasta skammdeginu og reynir að horfast í augu við myrkrið innra með sér. Fyrir vestan sækir fortíðin á Unu og þegar hrikta fer í stoðum meðferðarinnar, og sjálfsmyndar Unu, tekur það sem hefur frosið fast innra með henni að losna úr læðingi.