Höfundur: Sunna Dís Másdóttir

Hjartabein

Þegar leigusali Beyah hendir henni út neyðist hún til að leita á náðir föður síns sem býr við allsnægtir í sumarleyfisparadís ríka fólksins í Texas. Þar kynnist hún hinum myndarlega og forríka Samson sem Beyah er sannfærð um að hún eigi fátt sameiginlegt með. Undir ríkmannlegu yfirborði hans glittir þó í eitthvað kunnuglegt, eitthvað brotið.

Kul

Una rambar á barmi kulnunar og er send vestur á firði í glænýtt úrræði, Kul. Þar dvelur hópur fólks í svartasta skammdeginu og reynir að horfast í augu við myrkrið innra með sér. Fyrir vestan sækir fortíðin á Unu og þegar hrikta fer í stoðum meðferðarinnar, og sjálfsmyndar Unu, tekur það sem hefur frosið fast innra með henni að losna úr læðingi.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Inngangur að efnafræði Bonnie Garmus Forlagið - Mál og menning Ástir og efnafræði, sjónvarpsþættir um matargerð, kenningar um sjálfskviknun lífs og vaknandi kvenfrelsi á sjöunda áratug síðustu aldar – allt blandast þetta saman á óviðjafnanlegan hátt í þessari hröðu, spennandi, fyndnu og hjartnæmu sögu af efnafræðiséníinu og sjónvarpskokknum Elizabeth Zott.
Malibu brennur Taylor Jenkins Reid Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Það er komið að árlegu sumarlokapartíi Ninu Riva og tilhlökkunin er næstum áþreifanleg enda vilja allir vera í návist Riva-systkinanna fjögurra. Þegar óvæntur gestur skýtur upp kollinum fer allt á annan endann og á miðnætti er partíið algjörlega farið úr böndunum. Malibu brennur er ógleymanleg fjölskyldusaga.
Plómur Sunna Dís Másdóttir Forlagið - Mál og menning Litsterkar ljóðmyndir sem snerta jafnt við tilfinningum og skilningarvitum. Umfjöllunarefnið eru nýjar kenndir sem ólga í brjóstinu og ekki má tala um. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar sem er ein Svikaskálda og hefur í félagi við þau meðal annars skrifað skáldsöguna Olíu sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021.
Sjö eiginmenn Evelyn Hugo Taylor Jenkins Reid Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Leikkonan og einfarinn Evelyn Hugo er loks reiðubúin að segja frá glæstri ævi sinni og öllum hneykslismálunum. En þegar hún velur óþekkta blaðamanninn Monique Grant til starfans kemur það engum meira á óvart en Monique sjálfri. Af hverju varð hún fyrir valinu? Af hverju núna?
Spænska ástarblekkingin Elena Armas Forlagið - JPV útgáfa Catalina þarf að mæta í brúðkaup systur sinnar. Kærastanum hennar er boðið líka. Vandinn er bara sá að það er enginn kærasti – hún skáldaði hann! Þegar hinn óþolandi vinnufélagi hennar, Aaron, býðst til að koma með henni ákveður hún því að láta á það reyna. Þau hafa þrjá daga til að sannfæra fjölskylduna um að þau séu brjáluð hvort í annað …
Takk fyrir að hlusta Julia Whelan Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Sewanee Chester þarf að gefa drauma sína um frama í Hollywood upp á bátinn þegar hún lendir í hræðilegu slysi. Hún er þó sátt við nýjan frama sem hljóðbókalesari, ekki fyrir framan myndavélarnar. Einn vinsælasti ástarsagnahöfundur heims vill að hún lesi síðustu bók sína á móti Brock McNight, allra heitustu rödd bransans.