Meira pönk – meiri hamingja
Hér er komið sjálfstætt framhald af Iðunni og afa pönk sem gladdi bæði pönkara og aðra lesendur upp í hanakamba. Nú er komin verslunarmannahelgi og vinkonurnar Iðunn og María Sara ákveða að halda sína eigin útihátíð. En óheppnin eltir þær á röndum svo mamma neyðist loks til að skerast í leikinn. Fyndin og fjörug saga sem endalaust kemur á óvart.