Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sagan um Pompe­rípossu með langa nefið

Forsíða bókarinnar

Einu sinni fyrir langa löngu var afskaplega gömul galdrakerling sem hét Pomperípossa. Hún var hræðilega ljót og vond í þokkabót. En í hvert skipti sem Pomperípossa galdraði þá lengdist á henni nefið. Það var hennar refsing.
Höfundurinn Axel Wallengren (1865-1896) birti söguna árið 1895, en hún hefur síðan notið mikilla vinsælda í meira en heila öld.
Guðrún Hannesdóttir íslenskaði og myndskreytti þetta sígilda, sænska ævintýri.