Sigrún í safninu

Forsíða bókarinnar

Hér segir einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar, Sigrún Eldjárn, frá uppvexti sínum í Þjóðminjasafninu þegar faðir hennar, Kristján Eldjárn, var þjóðminjavörður. Hvernig er að alast upp í safni? Að eiga gæslukonur og beinagrindur að vinkonum og fá konunga í heimsókn? Söguna prýða einstakar myndir sem bera öll höfundareinkenni Sigrúnar.