Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Það blæðir úr þjóðarsálinni

Forsíða bókarinnar

Síðustu ár hafa bakþankar Óttars Guðmundssonar í Fréttablaðinu notið mikilla og verðskuldaðra vinsælda. Óttar er litríkur höfundur sem kemur víða við. Hann leitar jöfnum höndum í smiðju afa síns Egils Skallagrímssonar og frænda sinna af Sturlungaætt. Honum er ekkert óviðkomandi og pistlarnir fjalla bæði um vandamál nútímamanna og forfeðranna.

Óttar Guðmundsson læknir hefur um árabil birt pistla og hugleiðingar sínar í blöðum og tímaritum.

Síðustu ár hafa bakþankar hans í Fréttablaðinu notið mikilla og verðskuldaðra vinsælda. Óttar er litríkur höfundur sem kemur víða við. Hann leitar jöfnum höndum í smiðju afa síns Egils Skallagrímssonar og frænda sinna af Sturlungaætt. Honum er ekkert óviðkomandi og pistlarnir fjalla bæði um vandamál nútímamanna og forfeðranna sem reyndar eru þau sömu. Hann ræðir um nýjar áskoranir ellinnar og heilsubrests sem margir kannast við.

Hér er að finna úrval pistla Óttars síðustu árin.