Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þegar Ída litla vildi gera skammarstrik

Forsíða bókarinnar

Aldrei fær Ída litla að sitja í smíðaskemmunni og tálga því hún gerir sjaldnast neitt af sér. Þar til hún gerir svo svakalegt skammarstrik að meira að segja Emil bróður hennar bregður við. Hugljúf saga um uppátækjasöm börn og það óréttlæti heimsins sem þau verða stundum fyrir, nú í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns.