Undirstaðan

Efnafræði fyrir framhaldsskóla

Forsíða bókarinnar

Yfirgripsmikil gagnvirk vefkennslubók sem er ætlað að veita nemendum í fyrstu áföngum í efnafræði trausta undirstöðuþekkingu í greininni. Í bókinni er farið yfir helstu grunnatriði hefðbundinnar efnafræði sem býr nemendur undir frekara nám í faginu og skyldum greinum.

Bókinni fylgja glærukynningar á myndböndum sem nemendur geta nýtt sjálfir, auk fjölda skýringarmynda og myndbanda. Rammaefni sem tengist viðfangsefnum daglegs lífs og hagnýt dæmi er ætlað að hjálpa nemendum að skilja og kveikja áhuga þeirra á efnafræði. Vefbókin inniheldur fjölmörg verkefni, gagnvirkar æfingar og tilraunir.