Vesturlönd í gíslingu
eða harmleikur Mið-Evrópu
Þessi litla en innihaldsríka bók geymir tvær ritgerðir eftir Milan Kundera sem mikla athygli hafa vakið og eiga brýnt erindi í samtíma okkar.
Annars vegar er það ritgerð frá 1984, „Vesturlönd gíslingu eða harmleikur Mið-Evrópu“, sem fjallar um eðlismuninn á rússneskri og miðevrópskri menningu og sögu, en mikið hefur verið fjallað um og vitnað í þessa ritgerð í fjölmiðlum víða um heim undanfarin ár, einkum eftir innrás Rússa í Úkraínu.
Hins vegar er það söguleg ræða Kundera frá árinu 1967, „Smáþjóðir og bókmenntir“, sem afar auðvelt er að heimfæra upp á íslenska menningu og þjóðarvitund.
Gildi þessara texta felst ekki aðeins í því hversu sannfærandi Kundera er heldur í persónulegri og skarpri sýn höfundarins á efnið sem staðfestir enn og aftur að hann er einn merkasti rithöfundur Evrópu.
„Kundera setur í kærkomið samhengi baráttuna milli Rússlands og Evrópu og hlutskipti þeirra sem hún bitnar á. Vörn hans fyrir lítil tungumál, litla menningarheima og litlar þjóðir er afar brýn.“ – Harper's Magazine
„Kundera beinir sjónum að sambandi lítilla þjóða í Mið-Evrópu, svo sem Tékkóslóvakíu og Úkraínu, við vestræna menningu og færir rök fyrir því að sjálfsmynd og menningarleg sérkenni þeirra eigi stöðugt undir högg að sækja.“ – New York Book Review
Milan Kundera (1929–2023) fæddist í Tékklandi. Frá árinu 1975 til dánardægurs var hann búsettur í Frakklandi.
Friðrik Rafnsson (1959–) er þýðandi og leiðsögumaður. Hann hefur þýtt á sjötta tug bóka úr frönsku, allt frá klassískum verkum (Diderot, Laclos, Verne) til verka eftir marga af merkustu höfundum Frakka nú um stundir (Vian, Houellebecq, Lemaitre, Némirovsky, Slimani), þar á meðal öll verk Milans Kundera.