Höfundur: Friðrik Rafnsson

Sonurinn

Þessi hrífandi skáldævisaga varð metsöubók í Frakklandi eftir að hún hreppti hin virtu Goncourt-verðlaun fyrir fyrstu skáldsögu árið 2011 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Í bókinni er fjallað með frumlegum og snjöllum hætti um eitt hræðilegasta áfall sem hent getur foreldra – barnsmissi.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Brúðarkjóllinn Pierre Lemaitre Forlagið - JPV útgáfa Barnfóstran Sophie er þjökuð af skelfilegum minningaleiftrum úr fortíðinni og öllu sem henni tekst ekki að muna og hún vill ekki muna. Þegar litli drengurinn sem hún gætir er myrtur og sönnunargögnin benda á hana fer hún í felur, lifir á jaðri samfélagsins. Lögreglan finnur hana ekki en einhver veit hvar hún er og fylgist með hverju skrefi hennar.
Hættuleg sambönd Pierre Choderlos de Laclos Ugla Í þessari frægustu bréfaskáldsögu allra tíma segir af Merteuil markgreifynju og Valmont vísigreifa, lífsreyndu og kaldrifjuðu aðalsfólki sem finnst vanta krydd í tilveruna. Þau ákveða að draga fólk á tálar ýmist sér til skemmtunar eða í hefndarskyni og skrifast á um árangurinn. Úr verður magnað manntafl þar sem allar hvatir og tilfinningar manns...
Í landi annarra Leïla Slimani Forlagið - JPV útgáfa Myndarlegur liðsforingi frá Marokkó fangar hug frönsku stúlkunnar Mathilde og hún fylgir honum til heimalands hans. Með ástina og hugrekkið að vopni tekst hún á við framandi samfélag í hrjóstrugu landi og mætir erfiðleikum og fordómum úr öllum áttum. Leïla Slimani sló í gegn með Barnagælu, sem hlaut hin virtu Goncourt-verðlaun.
Sjáið okkur dansa Leïla Slimani Forlagið - Mál og menning Annað bindið í þríleik Leïlu Slimani sem hún byggir á ættarsögu sinni en fyrsta bókin, Í landi annarra, kom út á íslensku árið 2021. Hér segir frá Aishu sem er augasteinn foreldra sinna, hins marokkóska Amins og Mathilde sem kemur frá Frakklandi. Lýst er átökum, umbrotum og ástríðum með húmor, kærleika og ísköldu raunsæi.
Snákurinn mikli Pierre Lemaitre Forlagið - JPV útgáfa Mathilde er miðaldra andspyrnuhetja, ekkja, móðir og hundavinur. Þessi elskulega kona, sem er hvers manns hugljúfi, á sér þó aðra og skuggalegri hlið sem aðeins örfáir vita um. Bráðskemmtileg og óvænt saga eftir einn vinsælasta spennusagnahöfund Frakka.
Svikin við erfðaskrárnar Milan Kundera Ugla Frumleg og ögrandi ritgerð eftir einn af meisturum 20. aldar bókmennta. Ritgerðin er í níu hlutum og skrifuð eins og skáldsaga. Sömu persónur koma fyrir aftur og aftur: Stravinski, Kafka, Nietzsche, Janacek, Hemingway, Rabelais og erfingjar hans, risar skáldsögunnar, en segja má að tónlistin og skáldsagan séu meginviðfangsefni bókarinnar.