Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Vetrarmein

Forsíða bókarinnar

Aðfaranótt skírdags finnst lík af ungri konu á gangstétt fyrir framan þriggja hæða hús á Siglufirði. Skömmu síðar skrifar íbúi á hjúkrunarheimili í bænum með æpandi rauðum lit á vegginn í herberginu sínu: Hún var drepin. Ari Þór Arason þarf að glíma við undarlegt og óhugnanlegt mál.

Aðfaranótt skírdags finnst lík af ungri konu á gangstétt fyrir framan þriggja hæða hús við Aðalgötuna á Siglufirði. Skömmu síðar skrifar íbúi á hjúkrunarheimili í bænum með æpandi rauðum lit á vegginn í herberginu sínu: Hún var drepin.

Ari Þór Arason lögreglumaður, sem lesendur þekkja úr Siglufjarðarseríu Ragnars, þarf að glíma við undarlegt og óhugnanlegt mál. Páskahelgin er að ganga í garð. Fólk hefur flykkst til bæjarins. Og stórhríð er að bresta á.

Ragnar Jónasson er einn fremsti spennusagnahöfundur Norðurlanda. Bækur hans eru gefnar út á um þrjátíu tungumálum. Þær hafa setið vikum saman í efstu sætum metsölulista víða um heim og selst í tæplega tveimur milljónum eintaka. Vetrarmein kemur samtímis út á Íslandi og í Frakklandi.