Ævisögur og endurminningar

Mennska

Bjarni ólst upp við algeran skort á hinsegin fyrirmyndum og neikvætt umtal um homma. Hvaða áhrif hefur það á mann að gangast ekki við hluta af sjálfum sér? Bók sem talar til allra þeirra sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, þeirra sem finnst erfitt að taka sér pláss og óttast viðbrögð annarra. Aðgengileg og hrífandi (skyldu)lesning.

Saga eiginkonunnar

Persónuleg frásögn

Yetemegna, amma bókarhöfundar, fæddist í norðurhluta Eþíópíu árið 1916. Hún mátti þola ýmsar raunir á langri ævi og barðist ótrauð fyrir réttlæti sér og sínum til handa á stormasömum tímum í Eþíópíu. Einstök ævisaga ótrúlegrar konu sem missti aldrei kjarkinn þótt á móti blési en jafnframt einstök lýsing á mannlífi í landi sem oft er misskilið.

Skálds saga

74 kaflar úr höfundarlífinu

Hvaðan kemur innblástur skáldsins og þörfin til að skrifa? Og hvernig komast hugmyndirnar á blað? Steinunn Sigurðardóttir hefur sent frá sér tugi vinsælla skáldverka og annarra bóka en hér segir hún frá sjálfri sér og ævintýralegu höfundarlífi sínu – lýsir viðhorfum sínum, aðferðum og aðstöðu við skriftir með leiftrandi gáska og einstakri stílfimi.

Þú ringlaði karlmaður

Tilraun til kerfisuppfærslu

Aðalpersóna bókarinnar er höfundurinn sjálfur á ýmsum þroskastigum. Í kjölfar #metoo og eigin tilvistarglímu tekst hann á við kynjaumræðu samtímans. Nýjustu rannsóknum er teflt gegn aldagömlu tregðulögmáli. Höfundurinn mátar sjálfsmynd sína við þær áherslur sem nú eru efstar á baugi þegar kemur að karlmönnum, karlmennsku og samskiptum kynjanna.

Ævisaga

Ævisaga Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er stórmerkileg og sætir tíðindum. Geir var einn þekktasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um áratuga skeið á tímum mikilla breytinga. Í opinskárri ævisögu sinni veitir hann einstaka innsýn í baksvið stjórnmálanna en skrifar jafnframt af einlægni um einkalíf sitt.