Höfundur: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Einmana

Tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar

Fróðlegt rit þar sem einsemdin er skoðuð frá ýmsum hliðum. Farið er yfir það hver eru einmana, hvenær og af hverju en jafnframt leitast við að varpa ljósi á það sem einmanaleikinn getur kennt okkur og hvernig bregðast megi við honum. Útkoman er áhugaverð bók um mikilvægi tengsla og þá merkingu sem finna má í lífinu þrátt fyrir einsemd.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Samfélagshjúkrun Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir IÐNÚ útgáfa Bókin byggist á reynslu og þekkingu á hjúkrun í íslensku samfélagi og er ætluð til kennslu á 3. hæfniþrepi sjúkraliðanáms. Hún á þó erindi víðar því hún miðlar þekkingu og skilningi á samfélagshjúkrun almennt, með sérstakri áherslu á geðhjúkrun. Efninu er skipt í þrjá hluta þar sem fjallað er um samfélag, fjölskyldu og geðheilsu í víðu samhengi.