Höfundur: Egill Arnarson

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Fyrir eilífum friði

Þetta rit Kants dregur heimspeki hans saman í beittri greiningu á stríðshneigð nútímans sem grefur undan framþróun og öryggi. Enn í dag eiga hugleiðingar hans við: Um frið sem er ekki annað en undanfari stríðs, um samninga sem leiða aðeins til frekari átaka og um þá sóun mannslífa og verðmæta sem engum stjórnvöldum ætti að leyfast að véla um.