Höfundur: Jónas Reynir Gunnarsson

Múffa

Markús er 33 ára, býr enn hjá föður sínum og stjúpmóður og heldur sig inni í herbergi á kafi í heimi tölvuleikja. En einn daginn fær hann pakka í pósti sem markar skil fyrir þau öll. Áleitin og grípandi skáldsaga frá snjöllum höfundi, saga um fjölskyldubönd og vináttu, rými og mörk, frelsi og hyldýpi – og það hvernig fólk kýs að lifa lífi sínu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Kákasusgerillinn Jónas Reynir Gunnarsson Forlagið - Mál og menning Bára er hugfangin af öllu sem fólk notar til að breyta líðan sinni. Í grúski rekst hún á Eirík Mendez, áhugaljósmyndara sem lést ungur að árum en tengdist vafasömum tilraunum með ofskynjunarlyf. Jónas Reynir hefur vakið mikla athygli fyrir sögur sínar og var sú síðasta, Dauði skógar, tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.