Höfundur: Margrét Eggertsdóttir

Hvað verður fegra fundið?

Úrval kveðskapar sr. Hallgríms Péturssonar

Úrval þess fjölbreytta kveðskapar sem liggur eftir sr. Hallgrím Pétursson, helsta skáld 17. aldar á Íslandi. Hann er þekktastur fyrir Passíusálma sína en orti kvæði og sálma af öllu tagi. Hér má til dæmis finna heilræði, bænavers, ádeilu og náttúrulýsingar, auk þekktra erinda úr Passíusálmunum.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Íslenskar bókmenntir Saga og samhengi Aðalheiður Guðmundsdóttir, Ármann Jakobsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson, Margrét Eggertsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson Hið íslenska bókmenntafélag Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga.
Saga, Chronicle, Romance Robert Cook Háskólaútgáfan Saga, Chronicle, Romance er úrval fræðigreina eftir Robert Cook (1932‒2011), fyrrum prófessor í ensku við Háskóla Íslands. Greinarnar eru flokkaðar í þrennt eftir efni og fræðasviði. Í fyrsta hluta er fjallað um Íslendingasögur og riddarasögur, í öðrum hluta um íslenskar bókmenntir frá árnýöld og í þriðja hluta um viðtökur franskra miðaldabókmennta
Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Specimen Islandiæ non barbaræ er bókmenntasögulegt rit, samið á latínu af Jóni Þorkelssyni (1697–1759) Skálholtsrektor. Markmið þess er að sýna hinum lærða heimi að Íslendingar séu menntuð bókmenntaþjóð. Sigurður Pétursson (1944–2020) þýddi verkið á íslensku en Hjalti Snær Ægisson bjó verkið til útgáfu. Útgáfan er tvímála og henni fylgja skýringar.