Höfundur: Sally Rooney

Millileikur

Tveir bræður, þrjár ástkonur, átök og uppgjör: Faðir Péturs og Ívans er nýdáinn og sorgin ristir inn í kviku; taugarnar eru þandar, samskiptin erfið og hvor um sig þarf að gera upp líf sitt og langanir. Einstaklega grípandi metsölubók um ást, missi og órjúfandi tilfinningabönd eftir hina írsku Sally Rooney ‒ var víða kjörin besta bók ársins 2024.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fagri heimur, hvar ert þú? Sally Rooney Benedikt bókaútgáfa Alice og Felix, Eileen og Simon eru ung en yngjast ekki. Þau þrá hvert annað en svíkja hvert annað samt sem áður. Þau hafa áhyggjur af vináttunni og heiminum sem þau búa í, hvort hann sé kominn á heljarþröm, gegnsýrður af valdaójafnvægi, trúarbrögðum og hamfarahlýnun. Geta þau fundið leið til að trúa á fegurð heimsins? – Bókaklúbburinn Sólin