Ókei
Leitin að upphafi og sögu þekktasta orðatiltækis í heimi
OK eða O.K., ýmist með lág- eða hástöfum, er sagt vera þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin um gjörvalla jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið sem heyrðist mælt á tunglinu. Það er ekki lítið afrek!