Með harðfisk og hangikjöt að heiman
Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948
Íslendingar sendu fjölmennan flokk á Ólympíuleikana í London árið 1948 þrátt fyrir gjaldeyrishöft á Íslandi og matarskort í Bretlandi. Með í för voru 100 kíló af íslenskum mat til að bregðast við aðstæðum. Fjallað er um undirbúninginn sem gekk ekki þrautalaust fyrir sig og þátttökuna á leikunum ásamt hinum ýmsu áskorunum sem fylgdu.