Tumi fer til tunglsins
„Til tunglsins hefur mig svo lengi langað...“ Ævintýraferð Tuma til tunglsins er hér lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum. Bókin er listilega myndlýst.
„Til tunglsins hefur mig svo lengi langað...“ Ævintýraferð Tuma til tunglsins er hér lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum. Bókin er listilega myndlýst.
Tinna er í sínu fyrsta ferðalagi með skátunum þegar óveður og óvæntir atburðir breyta ævintýrinu í martröð. Hóparnir eru sendir út um miðja nótt að leysa þrautir en Tinnu hættir að lítast á blikuna þegar vísbendingarnar verða sífellt skrítnari og óhugnalegri. Skyndilega skellur á blindbylur og Tinna verður viðskila við hópinn ...
Ríkulega myndlýst ævintýri! Kötlu leiðist því Máni, besti vinur hennar, er á ferðalagi um Kína. Svo eru amma klettur og göldrótt systir hennar búnar að leggja undir sig heimilið. En Katla kemst í nýstofnað fótboltalið og sumarfríið tekur óvænta stefnu þegar sex valkyrjur úr goðheimum mæta á svæðið.
Þura heimsækir Þorra vin sinn sem er upptekinn í leik við Eystein álfastrák. Þura fær sting í magann því henni finnst erfitt að þurfa að deila besta vini sínum. Falleg saga um sannar tilfinningar og mikilvægi vináttunnar.