Fótboltistarnir!
Leyndardómurinn um fljúgandi dómarann.
Af hverju tók dómarinn flugið? Hvernig fer leikurinn? Getur nýi strákurinn eitthvað í fótbolta? Þessi ofurvenjulegi sunnudagur verður allt annað en venjulegur. Hann verður ógleymanlegur!
HÉR KOMA FÓTBOLTISTARNIR!
Það er ofurvenjulegur sunnudagur í Skógargerði. Eða það héldu krakkarnir í fótboltaliði bæjarins. Nýr lögreglustjóri flytur í bæinn og á sama tíma brotlendir dómarinn á torginu, eftir stutt flug.