Höfundur: Roberto Santiago

Fótboltistarnir Ráðgátan um stolnu styttuna

Ein mínúta eftir! Skógargerði á víti. Það eru tvær mjög sérstakar reglur í jólamótinu í Skógargerði. Allir leikmenn og dómarar verða að vera með jólasveinahúfu og allir mega kasta snjóboltum á síðustu mínútu hvers leiks. Sagan byrjar á lokamínútunni ... og allt getur gerst!

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fótboltistarnir! Leyndardómurinn um fljúgandi dómarann. Roberto Santiago Drápa Af hverju tók dómarinn flugið? Hvernig fer leikurinn? Getur nýi strákurinn eitthvað í fótbolta? Þessi ofurvenjulegi sunnudagur verður allt annað en venjulegur. Hann verður ógleymanlegur!