Verstu skrímsli í heimi
Tíu frábærar sögur um verstu skrímsli í heimi sem munu fá þig til að hristast af hlátri. Eftir lestur þessarar bókar munt þú aldrei líta skrímsli sömu augum.
Tíu frábærar sögur um verstu skrímsli í heimi sem munu fá þig til að hristast af hlátri. Eftir lestur þessarar bókar munt þú aldrei líta skrímsli sömu augum.
Voffbóti er nýkominn í Lögregluhundaskólann og útbúinn til afreka. En getur hann stöðvað illskeyttasta tvíeki Uslaborgar og áætlanir þeirra um að rústa borginni. Frábær bók eftir Íslandsvininn David Walliams.
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Amma glæpon enn á ferð | David Walliams | Bókafélagið | Alls staðar birtast fréttir um fífldjarfan þjóf sem stelur ómetanlegum dýrgripum. Glæpirnir minna á loppuför alþjóðalega skartgripaþjófsins SVÖRTU KISUNNAR - ömmu hans Benna. En amma er dáin og hver í ósköpunum gæti framið þessa ósvífnu glæpi? Getur Benni leyst málið? |
Herra Fnykur | David Walliams | Bókafélagið | Líkast til er engin stelpa eins einmana og Lóa. En svo hittir hún herra Fnyk, flakkarann í bænum. Já, það er svolítil ólykt af honum – en hann er sá eini sem hefur nokkru sinni verið góður við hana. Og þegar herra Fnyk vantar stað til að vera á ákveður Lóa að fela hann í garðskúrnum heima hjá sér. Frábær bók eftir þennan vinsæla höfund. |
Hva | David Walliams | Bókafélagið | Frábærlega fyndin bók eftir hinn vinsæla David Walliams. Þetta er saga um litla hryllilega stelpu sem átti allt og vildi bara eitt „hva“. Og þá fóru foreldrarnir að leita að einu „hva“ handa henni - en finna þau það? Enn ein snilldarbókin eftir David Walliams. |
Kynjadýr í Buckinghamhöll | David Walliams | Bókafélagið | Alfreð prins, lasburða tólf ára drengur, hefur aldrei kynnst lífinu utan Buckinghamhallar. Ill öfl eru að verki og hann verður að berjast við konung kynjadýranna – sjálfan grýfoninn. Hér er David Walliams í essinu sínu. Þessi bók tróndi lengi í efsta sæti bóksölulista í Bretlandi. |
Ofurskrímslið | David Walliams | Bókafélagið | Hörkuspennandi og sprenghlægilegt ævintýri eftir Íslandsvininn David Walliams. Fjarri heiminum sem við þekkjum á eldfjallaeyju umkringdum gráðugum hákörlum, er GRIMMDARSKÓLI. Þegar Gletta er send í þennan skóla fyrir hrekkjabragð sér hún brátt að sitthvað MJÖG undarlegt er á seyði. |
Verstu foreldrar í heimi | David Walliams | Bókafélagið | Enn ein snilldar bókin eftir David Walliams. Þú þekkir VERSTU BÖRN Í HEIMI og þú þekkir líka VERSTU KENNARA Í HEIMI. Þú átt eftir að hlæja tryllingslega að VERSTU FORELDRUM Í HEIMI. Þessar VERSTU Í HEIMI-bækur henta sérlega vel þeim sem eru byrjaðir að lesa sér til ánægju. |
Verstu gæludýr í heimi | David Walliams | Bókafélagið | Tíu frábærar sögur um verstu gæludýr í heimi sem munu fá þig til að hristast af hlátri. Eftir lestur þessarar bókar munt þú aldrei líta gæludýr sömu augum. |