Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Um uppeldisfræði
Ritið er aðgengilegt og sýnir hvernig Kant beitti siðfræði sinni í hversdagslegum aðstæðum og sem hjálp við að hugsa um uppeldi og menntun barna, samskipti foreldra og kennara við börn og andrúmsloft á heimili. Í þessu stutta verki hittir Kant iðulega naglann á höfuðið um álitamál sem allir standa frammi fyrir einhverntímann á lífsleiðinni.