Útgefandi: Forlagið - Vaka-Helgafell

Skólapeysur

Hér eru tólf uppskriftir að heilum peysum fyrir sex til fjórtán ára börn; fljótlegum, einlitum peysum, peysum með útprjóni og peysum með klassískum munsturbekkjum. Þetta er fjórða bókin frá Prjónafjelaginu sem hefur áður sent frá sér vinsælar prjónabækur með uppskriftum fyrir yngri börn.

Öðruvísi, ekki síðri

Handbók skynsegin manneskju um hvernig er hægt að fagna sínu sanna sjálfi og lifa góðu lífi upp frá því

Hér er á ferðinni hjartnæm og oft bráðfyndin frásögn af því hvernig það er að vera skynsegin. En þetta er líka gagnleg handbók um það hvernig best er að takast á við tilveruna þegar hún verður manni um megn og hvetjandi lesning sem brýnir okkur til að skapa samfélag þar sem er pláss fyrir alla. Bókin er gefin út í samstarfi við Einhverfusamtökin.