Útgefandi: Forlagið - Vaka-Helgafell

Síða 2 af 2

Leiðtoginn

Valdeflandi forysta

Ögrandi og nýstárleg bók um leiðtogafærni sem tekur lesandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast djúpan sjálfsskilning. Á tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind þar sem árangurinn endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er.

Létt og loftsteikt í Air fryer

Hollir, gómsætir og fljótlegir réttir

Spennandi matreiðslubók eftir breskan metsöluhöfund með 80 girnilegum uppskriftum að loftsteiktum réttum fyrir sanna sælkera. Hentar byrjendum jafnt sem reyndum, kjötætum, grænmetisætum og grænkerum. Það er fljótlegt og hollt að elda í Air Fryer sem er ótvíræður kostur fyrir önnum kafið fólk og þá sem vilja fækka hitaeiningum.

Ótrúlega skynugar skepnur

Hnyttin og heillandi saga sem hefur farið sigurför um heiminn. Tova Sullivan, starfsmaður á Sædýrasafni í Norður-Kaliforníu, kynnist geðvonda kolkrabbanum Marcellusi, sem er vinsælasti sýningargripur safnsins. Dularfullt hvarf Erics, sonar Tovu, hátt í þrjátíu árum fyrr hvílir þungt á henni en Marcellus reynist luma á upplýsingum um málið.

Skólapeysur

Hér eru tólf uppskriftir að heilum peysum fyrir sex til fjórtán ára börn; fljótlegum, einlitum peysum, peysum með útprjóni og peysum með klassískum munsturbekkjum. Þetta er fjórða bókin frá Prjónafjelaginu sem hefur áður sent frá sér vinsælar prjónabækur með uppskriftum fyrir yngri börn.

Sólskinsdagar og sjávargola

Jodie Jackson er viss um að eiginmaðurinn haldi fram hjá. Það er því kærkomið þegar henni býðst að dvelja í húsbát á Wight-eyju til að hugsa sinn gang. Lífið á eyjunni er litríkara en Jodie hafði séð fyrir sér en með tímanum eignast hún dýrmæta vini og kynnist bæði ástinni og nýjum hliðum á sjálfri sér. En þá bankar fortíðin upp á.

Öðruvísi, ekki síðri

Handbók skynsegin manneskju um hvernig er hægt að fagna sínu sanna sjálfi og lifa góðu lífi upp frá því

Hér er á ferðinni hjartnæm og oft bráðfyndin frásögn af því hvernig það er að vera skynsegin. En þetta er líka gagnleg handbók um það hvernig best er að takast á við tilveruna þegar hún verður manni um megn og hvetjandi lesning sem brýnir okkur til að skapa samfélag þar sem er pláss fyrir alla. Bókin er gefin út í samstarfi við Einhverfusamtökin.