Barnabækur - Fræði- og handbækur 0-18 ára

Sigrún í safninu

Hér segir einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar, Sigrún Eldjárn, frá uppvexti sínum í Þjóðminjasafninu þegar faðir hennar, Kristján Eldjárn, var þjóðminjavörður. Hvernig er að alast upp í safni? Að eiga gæslukonur og beinagrindur að vinkonum og fá konunga í heimsókn? Söguna prýða einstakar myndir sem bera öll höfundareinkenni Sigrúnar.

Vörubílar og vinnuvélar

Velkomin í heim vörubíla og vinnuvéla sem hafa aðstoðað við ýmis verk í meira en hundrað ár. Án grafa og vinnuvéla væru engir góðir vegir í sveitum eða götur og gangstéttir í borgum. Öflugir vinnubílar hjálpa til við að flytja vörur og sorp, ryðja snjó og slökkva elda. Bók sem hittir í mark hjá öllum sem hafa áhuga á stórum tækjum!