Útgefandi: Forlagið - Mál og menning

Skrímslakisi

Skrímslakisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur kisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult? Áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar.

Skrípið

Hér segir vesturíslenskt tónskáld frá tónleikum sem hann stóð fyrir í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn látni píanóleikari Horowitz endurflutti tónleika sína frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu árið 1986. Skrípið er heillandi og hugmyndarík skáldsaga eftir einn áhugaverðasta höfund landsins sem birtist hér lesendum í miklu stuði.

Stórkostlega sumarnámskeiðið

Pabbi hefur steingleymt að skrá Pétur á sumarnámskeið en Stefanía bjargar því og stofnar til sérsniðins námskeiðs fyrir vin sinn. Og þar með upphefst fjörugt sumar þar sem við sögu koma andsetin töfraþvottavél, vöffluturn, óútreiknanlegir ullarsokkar og rammskakkur leynikofi. Fyrri bók höfunda var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs.

Vörubílar og vinnuvélar

Velkomin í heim vörubíla og vinnuvéla sem hafa aðstoðað við ýmis verk í meira en hundrað ár. Án grafa og vinnuvéla væru engir góðir vegir í sveitum eða götur og gangstéttir í borgum. Öflugir vinnubílar hjálpa til við að flytja vörur og sorp, ryðja snjó og slökkva elda. Bók sem hittir í mark hjá öllum sem hafa áhuga á stórum tækjum!

Þjóðin og valdið

Fjölmiðlalögin og Icesave

Ólafur Ragnar hélt ítarlegar dagbækur í embætti forseta og skráði þar frásagnir af atburðum og samræðum við ráðherra og forystufólk, m.a. þegar deilt var um fjölmiðlalögin og Icesave. Í þeim síðari var efnahagslegt sjálfstæði og jafnvel fullveldi þjóðarinnar undir. Dagbækurnar veita óvænta sýn á þessa einstæðu atburðarás og lærdóma til framtíðar.