Útgefandi: Forlagið - Mál og menning

Síða 2 af 4

Hnífur

Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar

Árið 2022 réðst grímuklæddur maður með hníf á Salman Rushdie og veitti honum lífshættulega áverka. Hér segir Rushdie í fyrsta sinn frá þessum skelfilegu atburðum og langri leiðinni til bata. Þetta er meistaraleg og afar opinská frásögn eins fremsta rithöfundar okkar tíma, hjartnæm lesning um lífið og ástina og styrkinn til að rísa upp að nýju.

Í sama strauminn

Stríð Pútíns gegn konum

Í þessari beittu ritgerð fjallar Oksanen um kynferðisofbeldi sem helsta vopn rússneskrar heimsvaldastefnu undir stjórn Pútíns. Hún vísar í sína eigin fjölskyldusögu þegar hún greinir frá og fordæmir það kerfisbundna ofbeldi sem rússneski herinn hefur áratugum saman beitt andstæðinga sína og nágrannaþjóðir. Ekki vera skeytingarlaus, ekki líta undan.

Kul

Una rambar á barmi kulnunar og er send vestur á firði í glænýtt úrræði, Kul. Þar dvelur hópur fólks í svartasta skammdeginu og reynir að horfast í augu við myrkrið innra með sér. Fyrir vestan sækir fortíðin á Unu og þegar hrikta fer í stoðum meðferðarinnar, og sjálfsmyndar Unu, tekur það sem hefur frosið fast innra með henni að losna úr læðingi.

Risaeðlugengið Leyndarmálið

Grameðlurnar og sagtannarnir ætla saman í sumarfrí og Nanna nashyrningseðla slæst í hópinn. Þau ætla að heimsækja afa Sölva sem er uppfinningaeðla og býr í helli í fjöllunum í norðri. En þegar þau (loksins) koma á leiðarenda er afi hvergi sjáanlegur. Er eitthvað dularfullt í gangi í hellinum hans afa?

Lína bjargar jólunum

Það eru komin jól og í litla bænum loga jólaljósin í hverjum glugga, búið er að skreyta jólatrén og pakka inn jólagjöfunum. Öll börnin eru glöð. Nei, reyndar ekki alveg öll. Í húsi einu við Þvergötu sitja þrjú döpur og einmana börn. En þegar Lína birtist óvænt breytist allt því hún veit nákvæmlega hvernig á að bjarga jólunum!

Lúlli og einhver / Lúlli fær gesti

Prakkarinn Lúlli er dálítið seinheppinn og lendir stundum í stökustu vandræðum. Hvað getur hann tekið til bragðs þegar allir vinirnir koma í heimsókn og vilja gista? Og hver finnur eiginlega upp á því að stríða honum með því að fylla vettlinginn hans af rúsínum? Yngstu bókaormarnir kunna svo sannarlega vel að meta bækurnar um Lúlla og vini hans!

Mennska

Bjarni ólst upp við algeran skort á hinsegin fyrirmyndum og neikvætt umtal um homma. Hvaða áhrif hefur það á mann að gangast ekki við hluta af sjálfum sér? Bók sem talar til allra þeirra sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, þeirra sem finnst erfitt að taka sér pláss og óttast viðbrögð annarra. Aðgengileg og hrífandi (skyldu)lesning.

Millileikur

Tveir bræður, þrjár ástkonur, átök og uppgjör: Faðir Péturs og Ívans er nýdáinn og sorgin ristir inn í kviku; taugarnar eru þandar, samskiptin erfið og hvor um sig þarf að gera upp líf sitt og langanir. Einstaklega grípandi metsölubók um ást, missi og órjúfandi tilfinningabönd eftir hina írsku Sally Rooney ‒ var víða kjörin besta bók ársins 2024.

Múffa

Markús er 33 ára, býr enn hjá föður sínum og stjúpmóður og heldur sig inni í herbergi á kafi í heimi tölvuleikja. En einn daginn fær hann pakka í pósti sem markar skil fyrir þau öll. Áleitin og grípandi skáldsaga frá snjöllum höfundi, saga um fjölskyldubönd og vináttu, rými og mörk, frelsi og hyldýpi – og það hvernig fólk kýs að lifa lífi sínu.

Náttúruvá

Ógnir, varnir og viðbrögð

Margvísleg náttúruvá hefur fylgt landsmönnum frá upphafi en undanfarið hefur atburðum heldur fjölgað, meðal annars samfara áhrifum loftslagsbreytinga og auknum ágangi á landið. Bókin geymir ítarlegan fróðleik um hættur sem stafa af náttúrunni, fjallað er um forvarnir, ásamt skipulagi og uppbyggingu náttúruvarna. Hún varðar alla sem landið byggja.

Ráðgátumyndasögur

Frábær bók í fríið fyrir spæjara á aldrinum 5-11 ára! Lalli og Maja hjálpa lögreglustjóranum í Víkurbæ að leysa dularfullar ráðgátur. Hér birtast Lalli og Maja í fyrsta sinn á myndasöguformi. Fjórar nýjar ráðgátur auk fjölmargra þrauta og frétta af fólkinu í Víkurbæ, bæði þeim sem fremja glæpina og spæjurunum sem leysa ráðgáturnar.

Safnið

Ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur

Linda Vilhjálmsdóttir skáld er þekkt fyrir beinskeytt og meitluð ljóð. Þetta safn geymir allar níu ljóðabækur hennar frá árabilinu 1990-2022, auk nokkurra ljóða sem birst hafa annars staðar eða eru áður óbirt. Inngangsorð skrifar Kristín Eiríksdóttir og í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar við Lindu þar sem hún segir frá lífi sínu og skáldskap.