Útgefandi: Ugla

Hlaupavargur

Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Ulf Norrstig, skógarvörður á eftirlaunum, er sögumaðurinn í þessu magnaða skáldverki Kerstin Ekman sem gerist í skógum nyrðra Helsingjalands í Svíþjóð. Eftir fundinn með varginum fer hann að skoða hug sinn til veiða, dýranna og skógarins. Gömul minni kallast fram í huga hans.

Klökkna klakatár

Eftir andlát þjóðfrægs rithöfundar sest ekkja hans niður og tekur til við að koma skikki á gífurlegt safn skjala sem hann lét eftir sig. Hún reynir að henda reiður á þeim óvæntu upplýsingum sem koma upp úr kös gulnaðra pappíra úr slitnum plastpokum. Hún les og tengir sögu hans við sína, enda höfðu þau átt langt samlíf og stormasamt.

Litla kökuhúsið í París

Í notalegu hverfi í París – borg ástarinnar – er lítið kökuhús sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Rómantík gæti alveg verið þar á matseðlinum … Nína Hadley ólst upp með fjórum eldri bræðrum. Þegar henni bauðst að flytjast til Parísar og hjálpa til á sætabrauðsnámskeiði var hún spennt að segja au revoir við hina ráðríku bræður sína.

Logarnir

Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim til litla þorpsins Silverbro sem hún yfirgaf fyrir tíu árum. Katja og Vega voru óaðskiljanlegar í æsku en átakanlegur atburður varð til þess að leiðir skildi. Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim ...

Lygin

Æsispennandi færeysk glæpasaga. Daginn eftir skyndilegt andlát bróður síns fær Sara Emmudóttir dularfullt bréf. Það verður til þess að hún fer að kafa í fortíð sem hún hafði flúið. Við sögu koma meðal annars rokktónleikar í Þórshöfn tuttugu árum fyrr þar sem ung kona lét lífið.