Útgefandi: Ugla

My My! – ABBA í áranna rás

Árið 1974 hófst nýr kafli í poppsögunni þegar hljómsveitin ABBA skaust upp á stjörnuhimininn með „Waterloo“, sigurlagi sínu í Júróvison-söngvakeppninni. Hálfri öld síðar er þessi sænska undrahljómsveit vinælli en nokkru sinni – og heldur áfram að heilla fólk með sínum sígildu lögum, söngleikjum, bíómyndum, minjasöfnum og sýndarveruleika.

Myrkramaðurinn

57 ára gömul kona finnst myrt í Stovner fyrir utan Ósló. Lögregluforinginn Cato Isaksen og samstarfskona hans, Marian Dahle, sjá um rannsókn málsins. Konan sem var myrt virðist hafa verið einfari og þjáðst af þunglyndi. Eina manneskjan sem hún hafði samband við var kona á hjúkrunarheimili í nágrenninu.

Myrku frúrnar

Þegar lík finnst skammt frá afskekktu unglingaheimili er Vera Stanhope kölluð til. Fórnarlambið er Josh, starfsmaður á unglingaheimilinu. Í sama mund kemur í ljós að Chloe, fjórtán ára vistmaður á heimilinu, er horfin. Vera á erfitt með að trúa því að hún geti hafa átt aðild að mannslátinu en hún verður að gera ráð fyrir öllum möguleikum.

Ráðgátan um dularfulla sælgætisskrímslið

Draugastofan 2

Sælgætisverslun Siggu sætu er tómleg. Það vill enginn kaupa neitt þar lengur því þar er draugur sem fær sér bita af sælgætinu og fleygir því á gólfið! En hvað vill sælgætisskrímslið eiginlega og hvers vegna gengur það aftur? Geta Edda og Krummi á Draugastofunni komið Siggu sætu til bjargar eða neyðist hún til að loka búðinni?

Rómaveldi

Þættir úr sögu fornaldar

Í Rómaveldi eru dregin saman meginatriðin í þúsund ára sögu hins rómverska menningarheims allt frá því um 500 f.Kr. til um 500 e.Kr. Þótt bókin sé upphaflega samin sem kennslubók fyrir framhaldsskóla nýtist hún ekki síður almennum lesendum sem vilja kynna sér menningu og sögu Rómaveldis í liprum og aðgengilegum texta.

Saga eiginkonunnar

Persónuleg frásögn

Yetemegna, amma bókarhöfundar, fæddist í norðurhluta Eþíópíu árið 1916. Hún mátti þola ýmsar raunir á langri ævi og barðist ótrauð fyrir réttlæti sér og sínum til handa á stormasömum tímum í Eþíópíu. Einstök ævisaga ótrúlegrar konu sem missti aldrei kjarkinn þótt á móti blési en jafnframt einstök lýsing á mannlífi í landi sem oft er misskilið.

Sonurinn

Þessi hrífandi skáldævisaga varð metsöubók í Frakklandi eftir að hún hreppti hin virtu Goncourt-verðlaun fyrir fyrstu skáldsögu árið 2011 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Í bókinni er fjallað með frumlegum og snjöllum hætti um eitt hræðilegasta áfall sem hent getur foreldra – barnsmissi.