Íslensk skáldverk

Viðkomustaðir

Hér segir frá Lóu sem fóstruð er upp í hrakningi á 19. öld og berst fyrir veðri og vindum vestur á sléttur Kanada. Sagan er full af ævintýrum og raunum, sigrum og ósigrum. Haldreipi Lóu er minningin um óskylda langömmu, nöfn sem eiga sér engin andlit lengur og þráin eftir samastað og rótfestu í tilveru sem er ekki nema í meðallagi velviljuð.

Þegar sannleikurinn sefur

Bergþóra, húsfreyja í Hvömmum, er nýlega orðin ekkja og nýtur þess að ráða sér sjálf. Þegar ung kona finnst látin á lækjarbakka áttar Bergþóra sig á því að henni hafi verið drekkt. Einhvers staðar leynist morðinginn og þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf.

Þín eru sárin

Einlæg og ögrandi skáldævisaga þar sem höfundur fjallar um eldfimt málefni af áræðni og hispursleysi. Tímabær og mikilvæg bók. Þórdís Þúfa hefur hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín, sem hafa m.a. verið gefin út á ensku og þýsku, auk þess sem ljóð hennar hafa birst í tímaritum víða um heim.