Íslensk skáldverk

Ferðalok

Skáld fellur í stiga um miðja nótt og fótbrotnar. Næstu daga liggur hann fársjúkur á spítala og rifjar upp sælar og sárar stundir – hugurinn leitar í fornar ástarraunir og meinleg örlög smalapilts heima í Öxnadal. Söguleg skáldsaga um misjöfn kjör og hverfula gæfu, spunnin út frá ævi þjóðskáldsins Jónasar. Magnað og óvænt verk frá meistara Arnaldi.

Friðsemd

Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt.

Fyrir afa

- Nokkrar smásögur

Snilldarlega skrifaðar smásögur af Sigurgeiri Jónssyni, fyrrverandi kennara, sjómanni og blaðamanni með meiru, og ávallt býður hann okkur upp á óvænt endalok. Hver var t.d. ókurteisi ferðafélaginn? Fékk læknirinn sæðisprufuna? Hvað gerðist í sendibílnum á leiðinni til Akureyrar? Og hver var sá „framliðni“ sem fjallað er um og er dagsönn saga?

Gólem

Grípandi saga úr myrkum framtíðarheimi. Ung kona vinnur fyrir valdamikið fyrirtæki við að lengja líf ríkasta fólks heims. Dag einn er tilvist fyrirtækisins ógnað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Bækur Steinars Braga njóta vinsælda víða um heim og hér fylgir hann eftir verðlaunasögunum Trufluninni og Dánum heimsveldum.

Gröf minninganna

Fátækt og rótleysi setja sterkan svip á æsku ungrar stúlku og lesandinn horfir á heiminn með hennar augum. Við sögu kemur einnig eftirminnileg þátttaka nokkurra Íslendinga í borgarastyrjöldinni á Spáni á 4. áratug síðustu aldar. Undarleg tilviljun veldur því að stúlkan fær stórt hlutverk í kvikmynd við upphaf íslenska kvikmyndavorsins.

Hefndir

Maður fer austur fyrir fjall um hávetur og kveikir í sumarbústað þar sem einn lætur lífið. Ári síðar er ung kona numin á brott á íslensku farþegaskipi og flutt til Brasilíu. Hún sleppur og mannræninginn finnst myrtur. Þriggja manna teymi lögreglumanna reynir að leysa gátuna. Hefndir er sérlega vel skrifuð sakamálasaga um skipulagða glæpastarfsemi.

Heim fyrir myrkur

Heim fyrir myrkur fékk Blóðdropann – Íslensku glæpasagnaverðlaunin 2023. Eva Björg hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir glæpasögur sínar, bæði heima og erlendis. Þær sitja á metsölulistum víða um heim og fá hvarvetna frábæra dóma. „Eva Björg er í fremstu röð íslenskra glæpasagnahöfunda.“ The Times.

Hittu mig í Hellisgerði

Bráðskemmtileg og rómantísk vetrarsaga. Jólin hafa verið eyðilögð fyrir Snjólaugu. Barnsfaðir hennar ætlar að vera erlendis með dóttur þeirra í þrjár heilar vikur yfir hátíðarnar og Snjólaug sér fram á afar einmanalegt aðfangadagskvöld. En þá fær hún hugljómun: Hún ætlar að finna ástina í tæka tíð fyrir klukknahringinguna í Ríkisútvarpinu.

Hótelsumar

Skáldsaga sem var einskonar forsmekkur að hinum rómaða þríleik, Sandárbókinni, Suðurglugganum og Sorgarmarsinum. Í Hótelsumri snýr sögumaður aftur á heimaslóðir eftir erfiðan skilnað og reynir að ná sambandi við sjálfan sig að nýju. Bókin hefur lengi verið ófáanleg en kemur nú út í nýrri ritröð af verkum höfundarins.

Hulda

„Hulda er ein af hinum miklu harmsögulegu hetjum nútímaglæpasagna,“ segir Sunday Times. Hulda er ný bók, forleikur að bókunum um þessa stórkostlegu persónu Ragnars Jónassonar sem lesendur þekkja úr Dimmu, Drunga og Mistri. Bálkurinn um hana hefur farið sigurför um heiminn og nú hefur verið gerið sjónvarpsþáttaröð eftir Dimmu.

Í skugga trjánna

Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku.