Höfundur: Ásdís R. Magnúsdóttir

Frönsk framúrstefna

Sartre, Genet, Tardieu

Frönsk framúrstefnuleikrit voru þýdd og sýnd á Íslandi á 7. áratug síðustu aldar af ungu leikhúsfólki. Vigdís Finnbogadóttir var ein þeirra. Hér birtast þrjár fyrstu þýðingar hennar úr frönsku: Læstar dyr eftir Jean-Paul Sartre, Vinnukonurnar eftir Jean Genet og Upplýsingaskrifstofan eftir Jean Tardieu. Útgáfu verkanna fylgir inngangur ritstjóra.

Parísardepurð

Stutt ljóð í lausu máli

Parísardepurð – Le Spleen de Paris – kom út 1869, tveimur árum eftir andlát höfundarins, Charles Baudelaire. Þar er að finna fimmtíu ljóð í lausu máli eða prósaljóð. Með verkinu átti Baudelaire þátt í að breyta viðhorfi til ljóðlistarinnar og hafði umtalsverð áhrif á skáld innan og utan heimalandsins.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Á nóttunni er allt blóð svart David Diop Angústúra Þegar Alfa Ndiaye treystir sér ekki til að veita æskuvini sínum Mademba Diop náðarhöggið þar sem hann liggur illa særður milli skotgrafa í fyrri heimsstyrjöldinni brestur eitthvað innra með honum og hefndarþorsti heltekur hann. Í fyrstu dást félagarnir að hugrekki Alfa en þegar voðaverkunum linnir ekki hættir þeim að lítast á blikuna.
Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur Fjöltyngi og fjölskyldur Birna Arnbjörnsdóttir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan Í þessari bók er að finna umfjöllun um hlutverk og áhrif samfélagsins og fjölskyldunnar á þroska og menntun fjöltyngdra barna. Höfundurinn hefur um árabil rannsakað sambýli tungumála og gefið út bækur og rit um áhrif þeirra á sjálfsmynd, uppeldi og nám ungmenna sem nota fleiri en eitt tungumál í daglegu lífi.
Fríða og dýrið – Franskar sögur og ævintýri fyrri alda Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Háskólaútgáfan Hér er að finna úrval franskra texta frá 12. til 18. aldar: stuttar ljóðsögur, fábyljur, dæmisögur, ævintýri og smásögur. Þar eru verk eftir óþekkta höfunda en einnig Marie de France, Jean Bodel, Marguerite de Navarre, Bonaventure des Périers, Charles Sorel, Mme de Lafayette, Mme d’Aulnoy, Charles Perrault, François Fénelon, Mme Leprince de Beau...
Hjónaband rauðu fiskanna Guadalupe Nettel Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan Smásögur Guadalupe Nettel frá Mexíkó hafa vakið mikla athygli. „Tengsl dýra og manna geta verið jafn flókin og þau sem sameina okkur mannfólkið“, skrifar hún. Sögurnar fjalla um hliðstæða hegðun dýra og manna.
Smárit - Hvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið? Af siðaskiptum og fagurfræði Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Dorthe Jørgensen Háskólaútgáfan Hér er á ferðinni smárit í nýrri ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þetta rit er þýðing á verki danska heimspekingsins og guðfræðingsins Dorthe Jørgensen um áhrif siðaskiptanna á stöðu ímyndunaraflsins.
Smárit - Kynlíf og lygar. Samfélagseymd Marokkó Smárit stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur Leïla Slimani Háskólaútgáfan Hér er á ferðinni smárit í nýrri ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þetta rit er þýðing á verki fransk-marokkóska rithöfundarins og blaðakonunnar Leïla Slimani um tvöfalt siðgæði í kynferðismálum í Marokkó.
Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur - Þrjú rit Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Háskólaútgáfan Hér er á ferðinni ný ritröð sem ætlað er að miðla alls kyns fróðleik um ólíka menningarheima og hugsun. Í fyrstu þremur ritunum er að finna þýddar ritgerðir eftir þrjá höfunda. Þeir eru danski heimspekingurinn og guðfræðingurinn Dorthe Jørgensen, fransk-marokkóski rithöfundurinn og blaðakonan Leïla Slimani og Kínafræðingurinn Simon Leys.
Smárit - Þrjár esseyjur úr bókinni Salur Gagnleysisins Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Simon Leys Háskólaútgáfan Hér er á ferðinni smárit í nýrri ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Í þessu riti má finna þýðingar á fáeinum esseyjum eftir belgíska Kínafræðinginn Simon Leys.