Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Risaeðlugengið Leyndarmálið

Grameðlurnar og sagtannarnir ætla saman í sumarfrí og Nanna nashyrningseðla slæst í hópinn. Þau ætla að heimsækja afa Sölva sem er uppfinningaeðla og býr í helli í fjöllunum í norðri. En þegar þau (loksins) koma á leiðarenda er afi hvergi sjáanlegur. Er eitthvað dularfullt í gangi í hellinum hans afa?

Lína bjargar jólunum

Það eru komin jól og í litla bænum loga jólaljósin í hverjum glugga, búið er að skreyta jólatrén og pakka inn jólagjöfunum. Öll börnin eru glöð. Nei, reyndar ekki alveg öll. Í húsi einu við Þvergötu sitja þrjú döpur og einmana börn. En þegar Lína birtist óvænt breytist allt því hún veit nákvæmlega hvernig á að bjarga jólunum!

Lúlli og einhver / Lúlli fær gesti

Prakkarinn Lúlli er dálítið seinheppinn og lendir stundum í stökustu vandræðum. Hvað getur hann tekið til bragðs þegar allir vinirnir koma í heimsókn og vilja gista? Og hver finnur eiginlega upp á því að stríða honum með því að fylla vettlinginn hans af rúsínum? Yngstu bókaormarnir kunna svo sannarlega vel að meta bækurnar um Lúlla og vini hans!