Ljóni fer í skíðaskóla
Krakkarnir í leikskólanum Krakkakór byrja í skíðaskóla. Þau hafa verið að undirbúa sig í hreyfistund fyrir skíðaskólann í langan tíma. En hvað læra krakkar í skíðaskóla? Þessi bók er í flokknum leikur að lesa
Síða 4 af 5
Krakkarnir í leikskólanum Krakkakór byrja í skíðaskóla. Þau hafa verið að undirbúa sig í hreyfistund fyrir skíðaskólann í langan tíma. En hvað læra krakkar í skíðaskóla? Þessi bók er í flokknum leikur að lesa
Prakkarinn Lúlli er dálítið seinheppinn og lendir stundum í stökustu vandræðum. Hvað getur hann tekið til bragðs þegar allir vinirnir koma í heimsókn og vilja gista? Og hver finnur eiginlega upp á því að stríða honum með því að fylla vettlinginn hans af rúsínum? Yngstu bókaormarnir kunna svo sannarlega vel að meta bækurnar um Lúlla og vini hans!
Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum. Litaskrímslið hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta sig á hvernig henni líður og að læra að segja nei! Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim!
Börn elska að læra stafrófið með því að skoða þessa fallegu bók. Hún er full af myndum, björtum litum og gleði.
Hvenær eru yngstu systkini pirrandi? Svarið er alltaf. Sérstaklega ef þú spyrð eldri bróður! En hvað með Maddý litlu systur? Er hún alveg ómöguleg? Þú kemst heldur betur að því þegar þú lest um Maddý og bleika gengið. Skemmtileg bók fyrir börn á leikskólaaldri.
Dalía er komin til fyrirheitna landsins, Tenerife, með pabba sínum. Hann virðist þó ekki skilja að frí eru alls ekki til að hvíla sig og Dalíu er farið að leiðast. En hver skyldi þá birtast og bjarga málunum nema…æi, ætli það sé ekki best að þú lesir bókina til að komast að því.
Matti er söguleg saga um bernsku Matthíasar Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði er síðar varð klerkur og meira að segja skáld, þjóðskáld.
Byrjaðu daginn á kærleiksríku kvæði fyrir litla gullið í lífi þínu. Einstaklega fallega myndskreytt bók sem fangar kærleikann á milli barnsins og þín.
Muggur er söguleg saga um bernsku Guðmundar Thorsteinssonar, myndlistarmanns, er kallaður var Muggur.
Slástu í för með Múmínsnáðanum þar sem hann leitar að dýrgripum með Snabba, siglir niður ána með Snúði og hlustar á Múmínpabba segja sögur af sjónum. Hver dagur er ævintýri í Múmíndal! Ljúf og heillandi saga á bók sem er í laginu eins og Múmínsnáðinn.
Vorið er komið í Múmíndal og Snúður ætlar að fara með Múmínsnáðann í ævintýraferð. Múmínsnáðanum líður eins og alvöru landkönnuður langt, langt í burtu, umvafinn ókunnum hljóðum og ilmi! En brátt kemst hann að því að stundum gerast mest spennandi ævintýrin í næsta nágrenni ...
Vinirnir
Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Má skilja útundan? Hver er Nikólína? Er bannað að tala við ókunnuga? Spurningunum er svarað í þessari bók.
Ævintýri Orra og Möggu eru fyrir lesendum löngu orðin þekkt. Hér í þessari bók munum við kynnast ótrúlegustu uppátækjum þeirra.
Sagan um litla björninn úr frumskógum Perú
Sögurnar um bangsann Paddington hafa skemmt börnum um allan heim í meira en sextíu ár. Í þessari bók er upprunalega sagan um litla skógarbjörninn úr frumskógum Perú í glæsilegri útgáfu, líflega myndskreytt.
Pési og Pippa elska að leika sér í snjónum, en þau eru ekki sammála um hvernig snjókarl þau eigi að gera. Í þessari hugljúfu sögu lærum við hvernig vinirnir leysa úr ágreiningi og leika sér saman í sátt og samlyndi.
Stóra orðabókin er ríkulega myndskreytt bók með vinum okkar, Pésa og Pippu. Á hverri opnu er að finna verkefni og orð úr daglegu lífi sem leiða til samtals og málörvunar. Yfir 300 orð og 30 flipar fyrir litla fingur að fletta. Setberg bækur fyrir börn.
Pipp og Pósý skemmta sér konunglega um jólin. Njótið samverunnar með þessum líflegu félögum í glænýrri flipabók. Á hverri síðu leynist eitthvað óvænt! Í bókinni eru spurningar sem hvetja til samtals, styrkja málfærni og efla orðaforða barnanna.
Prumpulíus brelludreki er ævintýrlega skemmtileg og fyndin saga í bundnu máli. Fallega myndskreytt bók með óborganlegum prumpuhljóðum.