Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Síða 4 af 5

Lúlli og einhver / Lúlli fær gesti

Prakkarinn Lúlli er dálítið seinheppinn og lendir stundum í stökustu vandræðum. Hvað getur hann tekið til bragðs þegar allir vinirnir koma í heimsókn og vilja gista? Og hver finnur eiginlega upp á því að stríða honum með því að fylla vettlinginn hans af rúsínum? Yngstu bókaormarnir kunna svo sannarlega vel að meta bækurnar um Lúlla og vini hans!

Litaskrímslið Læknirinn: sérfræðingur í tilfinningum

Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum. Litaskrímslið hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta sig á hvernig henni líður og að læra að segja nei! Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim!