Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Ævintýri morgunverðarklúbbsins Ófreskjan í skólanum

Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Körfuboltalið skólans hefur gengið í gegnum mikla taphrinu undanfarið. Þá hefur draugaleg vera sést á sveimi í íþróttasalnum og heyrst hefur að bölvun hvíli á liðinu. Félagar í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins vilja komst að hinu sanna í þessu. Það verður þó ekki auðvelt.

Ráðgátan um dularfulla sælgætisskrímslið

Draugastofan 2

Sælgætisverslun Siggu sætu er tómleg. Það vill enginn kaupa neitt þar lengur því þar er draugur sem fær sér bita af sælgætinu og fleygir því á gólfið! En hvað vill sælgætisskrímslið eiginlega og hvers vegna gengur það aftur? Geta Edda og Krummi á Draugastofunni komið Siggu sætu til bjargar eða neyðist hún til að loka búðinni?

Fótboltistarnir Ráðgátan um stolnu styttuna

Ein mínúta eftir! Skógargerði á víti. Það eru tvær mjög sérstakar reglur í jólamótinu í Skógargerði. Allir leikmenn og dómarar verða að vera með jólasveinahúfu og allir mega kasta snjóboltum á síðustu mínútu hvers leiks. Sagan byrjar á lokamínútunni ... og allt getur gerst!

Ráðgátumyndasögur

Frábær bók í fríið fyrir spæjara á aldrinum 5-11 ára! Lalli og Maja hjálpa lögreglustjóranum í Víkurbæ að leysa dularfullar ráðgátur. Hér birtast Lalli og Maja í fyrsta sinn á myndasöguformi. Fjórar nýjar ráðgátur auk fjölmargra þrauta og frétta af fólkinu í Víkurbæ, bæði þeim sem fremja glæpina og spæjurunum sem leysa ráðgáturnar.

Stórkostlega sumarnámskeiðið

Pabbi hefur steingleymt að skrá Pétur á sumarnámskeið en Stefanía bjargar því og stofnar til sérsniðins námskeiðs fyrir vin sinn. Og þar með upphefst fjörugt sumar þar sem við sögu koma andsetin töfraþvottavél, vöffluturn, óútreiknanlegir ullarsokkar og rammskakkur leynikofi. Fyrri bók höfunda var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs.

Sveindís Jane: Saga af stelpu í landsliði

Sagan af Sveindísi Jane heldur áfram! Hún keppir nú með unglingalandsliðinu fyrir hönd Íslands. Baráttan er við erfiða mótherja fremstu liða heims. En það er ekki bara baráttan við mótherjana sem er erfið, það er ekki síður flókið að eiga við samherjana. Sumir þeirra haga sér meira að segja ansi undarlega eins og til dæmis hún Mæja pæja.