Undirheimar
Ester er 10 ára stelpa sem kemur ekki heim eitt kvöldið. Leit að henni stendur í sex daga. Þá birtist hún skyndilega og enginn trúir hvar hún hefur verið.
Ester er 10 ára stelpa sem kemur ekki heim eitt kvöldið. Leit að henni stendur í sex daga. Þá birtist hún skyndilega og enginn trúir hvar hún hefur verið.
Ríkulega myndlýst ævintýri! Kötlu leiðist því Máni, besti vinur hennar, er á ferðalagi um Kína. Svo eru amma klettur og göldrótt systir hennar búnar að leggja undir sig heimilið. En Katla kemst í nýstofnað fótboltalið og sumarfríið tekur óvænta stefnu þegar sex valkyrjur úr goðheimum mæta á svæðið.
Hefur ÞÚ einhvern tíma átt slæma viku? Það hefur Jón Jónsson átt, og þetta er sú vika! Mamma hans var að giftast vampíru. Pabbi hans keyrir um á risastóru klósetti. Kettinum hans hefur verið rænt, líklega af geimverum.
Tíu frábærar sögur um verstu skrímsli í heimi sem munu fá þig til að hristast af hlátri. Eftir lestur þessarar bókar munt þú aldrei líta skrímsli sömu augum.
Voffbóti er nýkominn í Lögregluhundaskólann og útbúinn til afreka. En getur hann stöðvað illskeyttasta tvíeki Uslaborgar og áætlanir þeirra um að rústa borginni. Frábær bók eftir Íslandsvininn David Walliams.
Einn af öðrum hverfa vondu gaurarnir. Teknir! Af skrímsli með allt of margar tennur … og of marga rassa! Eru þetta endalokin? Kannski. Verður þetta fyndið? Þú getur alveg bókað það! Ný bók í vinsælum bókaflokki sem hvetur krakka til að lesa.
Þorri þjófur rænir banka, en kemst hann undan með alla peningana? Skemmtileg saga um seinheppna þjófinn Þorra sem lendir í ýmsum uppákomum. Bókin er tilvalin fyrir börn á aldrinum 4-9 ára og í henni eru einnig spurningar og þrautir.
Petra paprika lendir á ókunnugum stað og fer í ævintýraleiðangur að leita svara hvers vegna hún endaði þar. Hún kemst fljótt að því að þessi staður er lítill bær sem kallast Líkaminn. Þar kynnist hún alls kyns furðuverum sem allar hafa sitt hlutverk. Petra paprika lærir ýmislegt um orku og næringarefni í leiðinni.